Þótt að ég hafi nú ekki afrekað að lesa eins mikið og ég vildi um ævina, þá er ein bók sem að ég las ekki fyrir löngu sem að skildi mikið eftir sig hjá mér.
Bókin heitir "Shake hands with the Devil: The failure of humanity in Rwanda" eftir Kanadíska hershöfðingjan Romeo Dallaire. Romeo var yfirmaður UNAMIR á tímum þjóðamorðanna, og þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir og skýrslur um hvað væri í uppsiglingu og hvað væri að gerast, brást alþjóðasamfélagið, og þá sérstaklega SÞ, Belgar, Frakkar og BNA ekki við.
Á einungis 100 dögum voru myrt um 800.000-1.000.000 manns. Menn konur og börn.
Flestir voru myrtir með Kylfum og sveðjum.
Þegar að mest gekk á, hrönnuðust líkin það hratt upp að vegir voru orðnir ófærir og árnar yfirfullar af rotnandi líkömum.
Ef að þér langar að kynnast af eigin raun hversu illgjörn og hræðileg mannskepnan getur orðið, þá er þessi bók svo sannarlega skyldulestur. Ég held að fáir geti sagt söguna jafn áhrifamikið og Dallaire, þar sem að hann stóð hjálparlaus og algerlega ófær um að stoppa þetta, mitt í blóðbaðinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.