Ég hef oft velt því fyrir mér hvað fjölmiðlar geta sveigt almenningsálit eins og að þeim sýnist, og hvað almenningur (þ.m.t. undirritaður) gerir lítið af því að draga í efa, eða einfaldlega spyrja sig hvort að upplýsingarnar séu réttar.
Einn undramáttur fjölmiðla er að "láta í lofti liggja" eða ýja að einhverju.
Ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér er að nú vikunni sló Barry Bonds hjá San Fransisco Giants, 33 ára gamalt met Hank Aarons í "Heimahlaupi" (Home-run). Fyrir þá sem að ekki vita, er ég að tala um hafnabolta!
Það er engum blöðum um það að fletta að það að slá þetta met er ótrúlegur árangur hjá Bonds, enda metið búið að standa í 33 ár, og þar áður stóð fyrra met í 39 ár! Þannig að það er ekki von um að það verði slegið í bráð.
Hinsvegar...ljáist engum fjölmiðil að nefna það að hann hafi slegið metið undir "grun" um að hafa notað vaxtarhormóna, þar sem að þjálfarinn hans var bendlaður við fyrirtæki sem að framleiddi slíka. Að sjálfsögðu hefur þetta sett svartan blett á umræðuna, sérstaklega í ljósi þess að Barry Bonds hefur aldrei fallið á lyfjaprófi, né heldur hafa nokkrar sannanir komið fram á hendur honum!
Fjölmiðlar þar vestra (og hér heima) hafa m.ö.o. viðhaldið á lofti orðrómi um að hann "gæti verið" sekur, þótt að engar sannanir séu til staðar. Þar með er búið að dæma manninn fyrirfram, og auðtrúa greyin í Ammiríkunni, mæta með spjöld með nýðing um Bonds þegar að hann spilar á útivelli.
Sjálfur segir Bonds að hann hafi ekki áhuga á að svara þessum ásökunum og vilji einbeita sér að því að spila bolta.
Þetta er skýrasta dæmið sem að ég man eftir um hvernig fjölmiðlar geta mótað almenningsálit, og hreinlega dæmt mann fyrirfram.
Er ekki spurning um að taka umfjöllun fjölmiðla með saltkorni ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.