Tískuorð...

Nýjasta-nýtt í tískuorðaslettingum er að sjálfsögðu að "kolefnisjafna" , og þá er einna helst verið að tala um bílinn. Ekkert þykir fínna en að geta státað sig af því að vera búinn að "kolefnisjafna" gamla skrjóðinn eða fína jeppann.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af þessu snobbi fyrir svona hugtökum þegar að þau því sem næst vaxa upp úr jörðinni eins og ilggresi. Skemmtilegra þykir mér að heyra fólk sletta þessu fyrir sig til að geta nú keypt sér skammvinna sæluvímu um að nú hafi viðkomandi lagst sitt af mörkum til að bjarga heiminum frá algerri glötun.

Litla Yaris beyglan mín losar um 2,3 tonn af koldrasli, og þarf því að troða niður 22 trjám til að núlla út rúntinn minn í vinnuna og tilbaka.

Ég verð nú að segja að ég hef ekki mikið vit á þessu, en ef rétt reynist, þá skil ég ekki alveg af hverju að við nýfæddu umhverfisfasistarnir sem að við teljum okkur vera með því að kolefnisjafna, skikkum ekki þessi stórmengandi stórfyrirtæki til að gera þetta ef að þeir vilja byggja hér álver ?

Duh...þetta hljómar svo einfalt! Kannski er þetta aðeins flóknara ? Hinsvegar er alveg ljóst, að það mætti sko alveg gróðursetja fleyri tré á Íslandi. Ekki alveg eins og að það sé svona svakalega skógi vaxið hér ?

Að sjálfsögðu myndi það kosta svona sjoppu eins og Alcan litlar 6-700 milljónir hið minnsta að kolefnisjafna árlega! Kannski ekki hvatinn til að byggja fleyri álver, þar sem að sparnaðurinn í orkukaupum myndi fljótt fjúka út um gluggann við þetta!

Hinsvegar...væri alveg hægt að taka svona eins 100 milljónir árlega frá hverjum af þessum 3 álverum sem að eru hér núna, og nota það til að planta trjám. Það myndi hressilega auka af trjám á Íslandi! Tja...svona eins um 5 milljón tré á ári í boði álsins! (Mínus 1-2 milljónir sem að rollurnar myndu éta!)

Það má ekki gleyma að framleiðsla orkunar til notkunar í álverum er í öllum tilvikum græn, ekki alveg það sama og gerist á bílnum þínum!

Í hnotskurn...það að hlaupa til og kolefnisjafna bílinn sinn, er ekki lausnin. Það er bara plástur á samviskuna svo að maður geti talað illa um alla hina! 

P.s. Ég er ekki búinn að kolefnisjafna Yaris-inn og tapa ekkert svefni yfir því! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband