"Glorified G"

Eddie Vedder söng svo skemmtilega í háðurslegu lagi sínu og hljómsveitar sinnar Pearl Jam, "Glorified G" :

"Got a gun,
In fact I got two.
But that's OK
'cause I love God"

Ég man að þetta sló mig mikið á sínum tíma og Vs. (líkt og "Ten) getur hæglega talist til tímamótaverks í rokksögunni. Einkennandi einmitt við báðar plötur er mikill pólitískur undirtónn og gagnrýnin ádeila á samfélagslegt árángursleysi í báráttu við samfélagsvandamál eins og þunglyndi, einelti, ofbeldi, misnotkun og brengluð viðhorf.

Í "Glorified G" er einmitt stigið hart niður á áráttu og þörf BNA-þegna til að eiga skotvopn og réttlæta það með að vera guðhræddir. Að mínu mati einn af verulegum veruleikabrestum í tilveru þessarar þjóðar. Hvernig svona viðhorf þróast, get ég ekki tjáð mig um, enda hef ég aldrei verið það lengi í BNA að ég hafi orðið samdauna þeim aðstæðum sem að skapa þessi þjóðfélagslegu viðhorf.

Það sem að slær mig þó meira er sú staðreynd að eftir því sem að þjóðfélög verða stærri, verður geta stjórnvalda til að halda meirihluta almennings í múgsefjun meiri og auðveldari. (!?!?)

Einfalt er s.d. að kíkja á 3 mannmestu ríki (Kína, Indland & BNA) heims og bera almenningsviðhorf og framferði stjórnvalda, ásamt samfélagslegum gildum uppað okkar og sjá hvort að okkur fynnist þau "móralslega" rétt.

Alþekkt er að í kína viðgengst kúgun, mannréttindabrot og áróðursstríð af örgustu gerð.

Á Indlandi er samfélagið svo háð fátækt og stéttarskiptingu að ómögulegt er að stíga til metorða.

Í BNA eru lygarnar og blekkingarnar orðnar svo yfirþyrmandi að almenningur fær nánast aldrei að sjá "sannleikann" og svo gróflega ýtt undir vantraust á nágrannanum að allir sem að ekki eru úti á túni að heilsa fánanum að morgni dags eru "föðurlandssvikarar".

Hvernig stendur á þessu, veit ég ekki.

En ég veit að í svona litlu landi eins og Íslandi, eigum við ekki að sætta okkur við að okkar rödd hafi ekkert gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 21.3.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Hey babe, takk fyrir teið og sundið! :) Hvað ertu annars að gera á morgun? :)

Ruth Ásdísardóttir, 21.3.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Áddni

Hmmm...það væri nú ekki svo gott að ég geti skorað "hot date" með þér ?

Áddni, 21.3.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband