Type...music-ing ?

Einhvern veginn virðast sumir leikara enda í því að vera "Typ-Castaðir", eða sérvaldir í að leika ákveðnar týpur og festast síðan í því.

Hinsvegar rakst ég á nokkuð sem að vakti forvitni mína! Lag sem að mér finnst vera "Type-Músíkað!" Ef svo er hægt að kalla ?

Alla veganna, er ég nú búinn að sjá þetta lag notað í 2ur kvikmyndum, þar sem að morð er framið, og lagið spilað undir! Lagið sem að um ræðir er "She Moved Through The Fair" (meira um lagið eftir smá).

Kvikmyndirnar sem að um ræðir eru "Michael Collins" og "Murder 19c: Detective Murdoch Mysteries" en sú seinni var einmitt í Ríkissjónvarpinu nú í kvöld, og var ég að horfa á hana með öðru auganu (þessu hálflokaða) samtímis með að hanga á netinu og lesa.

Ég er nokkuð viss um að einhver veginn hefur þetta lag verið notað oftar í bíómyndum við sama tilefni, enda á ferðinni rammekta írskur sorgarsöngur!

En svo að við snúum okkur að laginu sjálfu! Þetta lag hefur alltaf verið mér hjarta nær, alveg síðan að ég stundaði "Sunday Night Session" á "Foley's Irish Pub" í Köben á yngri árum. Uppruni lagsins er nokkuð óljós, en talið er að það hafi fyrst litið dagsins ljós á miðöldum á Írlandi. Það var hinsvegar árið 1909 að Padraic Colum & Herbert Hughes drógu það saman og komu með þann texta og lag sem að nú er einkennt við það. Þeir fengu einnig kredit fyrir að skrifa lag og texta, þar sem að allt nema síðasta versið var í sjálfu sér bara molar héðan og þaðan.

Sú útsetning sem að flestir ættu að þekkja lagið í, kemur hinsvegar frá árinu 1968, og eiga Fairport Convention heiður að henni.

Flestir Írskir tónlistarmenn hafa á einum eða öðrum tíma tekið þetta lag, hvort sem að það er á tónleikum eða á plötu, enda má segja að lagið sé eitt af sterkari menningararfleiðum Íra. (Ég ætti að vita, enda ekki mörg horn á Írlandi sem að ég hef ekki heyrt það)

Flottastur þykir mér þó flutningur Sinead O'Connor á laginu, enda hæfir tónlist og rödd hennar því einstaklega vel! Fyrir þá sem að eru veraldavanir og hafa eithvern tíman "Halað" ætti ekki að vera mikið mál að verða sér úti um þetta :)

Endilega hlustið á og njótið! (Læt textann fylgja með til gamans)

My young love said to me my mother won't mind
And my father won't slight you for your lack of kind
And she laid her hand on me and this she did say
It will not be long now 'til our wedding Day

And she went away from me, she moved through the fair
And fondly I watched her move here and move there
And then she went onward, just one star awake
Like the swan in the evening moves over the lake

The people were saying no two e'er were wed
But one had a sorrow that never was said
And I smiled as she passed with her goods and her gear
And that was the last that I saw of my dear

Last night she came to me, my dead love came in
So softly she came her feet made no din
And she laid her hand on me and this she did say
It will not be long now 'til our wedding day

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta er sennilega lag sem allir írskir og margir enskir tónlistarmenn hafa flutt Ég fletti snögglega í gegnum mitt safn og sá að ég á útgáfur af laginu með Fairport (Æðisleg útgáfa, Sandy Denny er ein af mínum uppáhalds þjóðlagasöngkonum), Sinead O'Connor með The Chieftains (Brill útgáfa og líklegast sú besta eins og þú segir), Van Morrison líka með The Chieftains (Hvað ætli þeir hafi flutt þetta oft?) Sú útgáfa er OK en sennilega sú sísta af þeim sem ég tel upp. Svo á ég líka æðislega fína tónleikaútgáfu með Marianne Faithful. Hún söng þetta líka á einni af eldri plötum sínum en mér finnst tónleikaútgáfan betri því hún er þá komin með þessa frábæru whisky rödd sína  

Kristján Kristjánsson, 29.9.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband