Vogarskálar réttlætisins ?

Engin refsing er hærri dauðdómi. Sitt sýnist hverjum um ágæti hans, og er einfalt að mæla með og á móti honum.

Þegar að maður hinsvegar les um svona viðbjóð fara einnig hörðustu andstæðingar hans að hugsa sig um, eins og kannski sést á nokkrum bloggfærslum um þessa frétt.

Ég hef aldrei lagt dul á það að ég er fylgismaður dauðrefsingar, en einungis til handa skrímslum sem þessum! Mér finnst persónulega að þegar að fólk hefur framkvæmt svona óhugnað hefur það sjálft skrifað undir dauðadóminn. Og gildir þá einu hvort um geðveiki, greindarskort eða aðrar "útskýringar" er að ræða!

Ég segi þetta ekki vegna þess að ég er illa innrættur eða að ég trúi á ofbeldi, þvert á móti! Ég segi það vegna þess að ég er faðir, og aldrei nokkurn tíma myndi ég lifa í rónni ef að einhver myndi gera nokkuð í bara minnsta námunda við mín börn!


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Hrund Andrésdóttir

Ég er alveg sammála þér um þetta mál. Ég sjálf er fylgjandi dauðarefsingum þegar um er að ræða svona skrímsli eins og þennan mann. Það þarf enginn að segja mér að hann hafi ekki vitað hvað hann gerði. Auðvitað reynir verjandi hans að koma með eitthvað eins og t.d. að hann sé greindarskertur eða eitthvað álíka. Allt til að forðast dauðarefsingu. Þegar menn fremja svona óhugnanlega glæpi að þá er dauðarefsing hæfileg. Auðvitað er sorgin enn til staðar hjá foreldrum og ættingjum stúlkunnar þó að maðurinn sé drepinn en ég held að það sé samt viss léttir fyrir fjölskyldu stúlkunnar að vita að maðurinn sé ekki lengur á meðal fólks.

Kristín Hrund Andrésdóttir, 25.8.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband