Blast from the past!

Var að fletta í gegnum gamla (niðurlagða) bloggið mitt...tíhí

Komst að því að ég er ansi pirraður einstaklingur í umferðinni! Ákvað því að grafa upp eina og eina færslu af því, þar sem að ég er að hella úr skálum reyði minnar. Hér kemur sú fyrsta:

Í þessu guðsvolaða en yndislega landi er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en umferðin! Ekki þunginn, því hann er því sem næst enginn, heldur hvernig við högum okkur í umferðinni. Að sjálfsögðu er hægt að tala um umferðarmenningu, því allt sem skapað er af mönnum flokkast undir menningu. Hún er hinsvegar svo slæm og tillitsemin enginn að 1/10 af því sem að maður sér væri yfirdrifið! Til hvers eru bílaframleiðendur að setja stefnuljós í bíla sem að eru á leið til Íslands? Það er engin not fyrir þau hér, þar sem að fæstir virðast vita hvaða tilgangi þau þjóna! Af hverju ekki bara að spara peninginn og setja eitthvað annað sniðugt í þessa bíla?

Virðing fyrir hraðatakmörkum er því sem næst enginn, og það að taka framúr er bara eitthvað sem að þú gerir á þann máta sem að þér hentar best! Hægri, vinstri eða í bland, any which way goes! Svo maður tali nú ekki um að "gefa séns". Hversu oft verð ég ekki vitni að því að bíll reynir að komast inn í stofnbraut frá aðrein, og þeir sem að eru að aka í stofnbrautinni annað hvort skifta ekki um akrein, eða gefa í til að hann komist nú ekki. Í öllum siðmenntuðum þjóðum er það nú bara sjálfsagt að bílar sem eru í stofnbraut hleypi fólk inn í, hvernig sem að þeir fara að því. Sérstaklegi í þungri umferð, lætur hver bíll einn komast inní. Semsagt tannhjólakerfi! Ekki flókið hjá flestum vestrænum þjóðum, en íslendingar...neiiiii! Ekki skalt þú fá að taka þessa auðu 5 metra fyrir framan mig!! Hverskonar illkvitni og kvikyndisskapur er þetta eiginlega?? Það er nú ekki eins og að þetta tefji stórkostlega fyrir manni, kannski um svona...tja..10 sekúndur! Vá hvað þessar 10 sekúndur eru mikilvægar?

Þetta efni er mér sérlega huglægt, sérstaklega eftir að hafa keyrt í velflestum löndum vestur-evrópu, og í bandaríkjum norður ameríku. Þið megið treysta á að ég rexi og pexi reglulega um þetta, og ég er ekki enn byrjaður á Umferðarstofu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband