Vélmennið!

Smá útúrdúr frá umferðarvælinu mínu :)

federer

Þar sem að ég er mikill áhugamaður um íþróttir (svona flestar) þá er ekki ónýtt að eitthvað skemmtilegt skuli vera á skjánum þegar að maður er í fríi. Eins og öll önnur ár, þá stendur "All England Championship" í  Tennis yfir núna, eða eins og Englendingar kalla það "The Championships", eða eins og við hin köllum það: "Wimbledon"

Tennis er merkilegt sport. Vanalega tengir maður þetta við frístundaíþrótt hinna ríku, sem að þeir geta dútlað sér við í "fansí" klúbbum. Fyrir þá sem að hinsvegar aldrei hafa prófað, þá get ég með sanni sagt að ég hafi aldrei prófað eins krefjandi og erfiða íþrótt! Ekki bara þarf maður að vera í fantaformi, heldur krefst hún ótrúlegrar tækni og samhæfingar.

Síðustu (seinustu?) 4 ár hefur einn og sami maðurinn unnið Wimbledon (og er vel á veg að eigna sér 2 af hinum 3 stórmótunum) og að sjálfsögðu er sá maður Roger Federer. Hans eini veikleiki sem Tennisspilari, er að hann er ekki búinn að ná fullkomnun á leirvöllum. Engu að síður er hann búinn að vera í úrslitum Franska Opna 2 ár í röð, sem er eina stórmótið sem að hann hefur ekki unnið.

Að öðrum ólöstuðum held ég að Roger Federer eigi eftir að verða skráður í sögubækurnar sem besti Tennisspilari allra tíma. Hann er því sem næst næst-bestur á leir, allra bestur á grasi, og líklegast sá besti á gervi.

Í fljótu bragði man ég einungis eftir einum spilara sem að hafði jafnmikla yfirburði í íþróttinni, og var það Björn Borg. BB tók sig hinsvegar til og hætti mjög óvænt á hátindi ferils síns, einungis 25 ára gamall, þegar að honum mistókst að vinna Wimbledon 6 árið í röð. (Tapaði fyrir John McEnroe í úrslitum)

Federer á einmitt möguleika í ár að vinna Wimbledon í 5 skipti í röð og jafna met BB. Hann er einnig 25 ára líkt og BB var. Nema hvað að Federer er enn að bæta leik sinn og verður betri með hverju árinu sem að líður!

Ef maður hefur áhuga á Tennis, þá er hrein unun að sjá hvað Federer tekst að láta íþróttina líta út fyrir að vera einfalda! Hann svitnar ekki einu sinni á meðan hann sópar andstæðingunum inn í búningsklefa.

Björn Borg hafði þetta um Roger Federer að segja:

"Hann er sannkallður listamaður á grasvellinum. Það á enginn svar við honum, og það að einhver gæti unnið leik á móti honum í 5 settum á Wimbledon er ómögulegt!"  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ég hef prófað tennis og það er ótrúlega skemmtilegt! maður þarf sko sannarlega að hafa fyrir því að halda boltanum í gangi. :)

Annars læt ég badminton duga og það er þrælskemmtileg íþrótt. :P

Ruth Ásdísardóttir, 29.6.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 636

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband