Sársauki þess að vera fótboltaáhugamaður!

Þegar að svona fréttir birtast í fjölmiðlum (Henry að fara til Barcelona), þá er það sársaukafull áminning um það hvað það er að halda með liði í knattspyrnu.

Að öðrum ólöstuðum, þá hefur Thierry Henry verið "lukkudýr" Arsenal, og í honum hægt að sjá í svipstundu allt sem er gott við það mikla starf sem að Arsene Wenger hefur gert fyrir þennan klúbb. Það er engum blöðum um það að fletta, að á góðum degi spilar enginn eins fallega og heillandi knattspyrnu og Arsenal, og hafa undraverðir hæfileikar Henry skinið í gegn við það.

Þegar að hann síðan pakkar í tösku og skyndilega fer frá félaginu sem að hann hefur spilað svo lengi með, og hefur í raun gert hann að því sem að hann er í dag, þá er það vægast sagt óvænt...eða er það?

Síðustu vikur hefur legið í loftinu, að ekki er allt í lagi á Emirates. Slakt og dollulaust tímabil á enda, mikið um meyðsli, varaformaðurinn og drifkrafturinn segir upp í fússi, yfirtaka lúmir yfir eins og suðandi geitungur á sumardegi og hendur stjórans bundnar af peningaleysi. (Það kostaði jú 300+ Milljón pund að byggja leikvanginn)

Með sanni má segja að teikn hafi verið á lofti. Einhvern veginn grunar mig samt að þetta sé bara byrjunin! Í mörg ár (ekki mánuði eða vikur) hefur einn orðrómur alltaf verið á lofti, og það er að Arsene Wenger fari til Real Madrid! Það er ekkert launungamál að þó svo að menn standi sig vel og vinni titla með Real, þá eru þeir samt reknir!! Það sem að Madrid-ingar vilja meira en nokkuð annað í heiminum, er að sjá liðið spila fallegan bolta, og svo kannski slysast til að vinna CL í leiðinni. Það er nokkuð sem að lengi hefur verið talið að Arsene Wenger muni geta í Madrid.

Ég hef verið að skoða mig aðeins um á spjallborði Arsenal-manna (og kvenna) og skiljanlega eru menn í miklu uppnámi. Menn voru rétt að jafna sig á því að Viera skuli hafa verið seldur, þá gerist þetta ?!?!

Við skulum samt ekki gleyma að fyrir síðasta tímabil seldi ManUtd Ruud van Nistelroy fyrir slikk til Real Madrid og hann að sjálfsögðu varð markahæstur á Spáni. Bæði fjölmiðlar og knattspyrnuáhugamenn voru upp um alla veggi að spyrja sig hvað A.Ferguson væri að hugsa og hver ætti nú að fara að skora fyrir Utd, og hvort að yfir höfuð þeir ættu séns í að keppa um silfurpóleraðar blikkdósir!

Kannski er ég farinn að kalka, en mig minnir að Man Utd hafi orðið meistari, og skorað flest mörk ALLRA liða í deildinni!

Þegar að öllu er á botninn hvolft,er þetta svo slæmt fyrir Arsenal ?

Lykillinn að svarinu við þeirri spurningu er einfaldur. Ef Arsene Wenger verður áfram, þá á þeim eftir að ganga vel. Ef ekki...þá er þetta ansi svart ástand í Islington.


mbl.is Nokkrar staðreyndir um Thierry Henry
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Áddni
Áddni
Fulltrúi ómálefnalegrar umræðu og erindreki niðurrifsáróðurs  af illkvittnasta tagi!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband